Sævar Þór & Partners er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024 er viðurkenning sem Viðskiptablaðið og Keldan standa fyrir og veita fyrirtækjum sem sýnt hafa fram á öflugan og sterkan rekstur. Til að hljóta þennan heiður þurfa fyrirtæki m.a. að hafa skilað jákvæðri afkomu fyrir árin 2022 og 2023 og vera með eiginfjárhlutfall yfir 20% auk annarra þátta sem Viðskiptablaðið og Keldan meta sérstaklega.
„Það er virkilega ánægjulegt að vera í hópi 2,3% fyrirtækja á landinu sem komast á þennan lista hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni. Það er jafnvel enn meiri heiður að lítil lögmannsstofa eins og okkar skuli vera meðal fárra lögmannsstofa sem komast inn á listann og sú staðreynd að þær stofur sem eru með okkur á listanum eru stærstu lögmannsstofur landsins. Þetta er okkur á stofunni mikil hvatning til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem við höfum lagt á okkur og gera enn betur í framtíðinni.“
- Sævar Þór Jónsson









