Barn fékk ekki réttargæslu þrátt fyrir grun um ofbeldi

Í nýlegri umfjöllun fjölmiðla kemur fram að barn, sem grunur lék á um ofbeldi í leikskóla, hafi ekki notið réttargæslu þrátt fyrir að skilyrði samkvæmt lögum virðist hafa verið til staðar.

Málið varpar ljósi á mikilvægi þess að réttindi barna séu tryggð í framkvæmd, sérstaklega þegar þau koma að refsiverðum eða alvarlegum málum. Réttargæsla er lykilþáttur í því að tryggja réttláta málsmeðferð og vernd hagsmuna barnsins, bæði gagnvart kerfinu og öðrum aðilum.

Hjá Lögfræðistofan Sævar Þór & Partners leggjum við áherslu á réttaröryggi barna og teljum brýnt að verklag í slíkum málum sé skýrt, samræmt og í fullu samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.


Fréttina má lesa hér

22. desember 2025
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður hér hjá Sævar Þór & Partners, hefur fengið samþykkt prófmál fyrir héraðsdómi til að öðlast réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi. Hilma Ósk lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík árið 2007, hún er með B.A-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017 og M.L í lögfræði frá sama skóla 2019. Hún hefur áður starfað m.a. hjá Kvennaskólanum í Reykjavík, Fangelsismálastofnun og sem laganemi hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners áður en hún hóf störf hjá Sævar Þór & Partners árið 2020. Við samstarfsfélagar hennar óskum henni innilega til hamingju með þennan áfanga.
Eftir Aslaug Svavarsdóttir 12. desember 2025
Málið varðar stórfellt fíkniefnalagabrot, nánar tiltekið innflutning rúmlega 13 kílóa af kókaíni með verulegum styrkleika. Ákærði flutti efnið til landsins frá Brussel í apríl á þessu ári. Héraðsdómur dæmdi ákærða í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotið. Ákærði hefur skýlaust játað sök og lýst einlægri iðrun fyrir dómi. Fyrir Landsrétti lagði verjandi ákærða áherslu á nokkur atriði. Í fyrsta lagi taldi hann að héraðsdómur hefði ekki tekið nægilegt tillit til aldurs ákærða. Í öðru lagi hélt hann því fram að ekki hefði verið litið nægilega til þess að ákærði hefði ekki komið að skipulagningu innflutningsins og að hann hefði eingöngu verið í hlutverki burðardýrs. Í þriðja lagi taldi verjandinn að refsingin væri ekki í samræmi við dómvenju í sambærilegum málum, og að hún væri of þung að mati hans. Að þessu virtu fór verjandi mannsins, Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, fram á að refsing ákærða yrði verulega lækkuð. Niðurstaða Landsréttar var að refsing ákærða var færð niður um eitt og hálft ár – eða niður í 5 ár.
21. nóvember 2025
Í dag bárust ánægjuleg tíðindi frá Sjúkratryggingum Íslands, sem tengjast máli okkar skjólstæðings. Málið varðar meðferð á Landspítala þar sem talið var að meðferðin hefði ekki verið framkvæmd í samræmi við bestu fyrirmæli og reynslu á sviðinu. Ákveðið var að sýna hefði átt meiri aðgát, sérstaklega varðandi lyfjagjöf, sem leiddi til alvarlegrar hjartsláttartruflunar. Einnig var það mat Sjúkratrygginga Íslands að meðferðin hafi ekki verið fullnægjandi, þar sem gleymdist að fjarlægja aðskotahlut úr legu sjúklings á gjörgæslu yfir 12 klst. Í ljósi þessa var bótaskylda samþykkt vegna heilsutjóns sem tjónþoli varð fyrir. Við erum stolt af því að geta staðið við hlið skjólstæðinga okkar í þeim málum sem varða þeirra réttindi og velferð.