Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Sævar Þór og Partners er í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði að baki greiningu Creditinfo og hefur verið útnefnt Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Við erum gríðarlega stolt af því að hljóta þessa vottun og þökkum það okkar öfluga og samstillta teymi ásamt farsælu samstarfi við viðskiptavini sem hafa sýna okkur ómælt traust.


Framúrskarandi fyrirtæki er viðurkenning sem Creditinfo veitir íslenskum fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á traustum stoðum og hafa náð framúrskarandi árangri í rekstrinum. 

17. október 2025
Sævar Þór og Partners hafa samið við fyrirtækið Jónsbók um aðgang að öflugum hugbúnaði þess sem íslenska fyrirtækið Raxiom hefur þróað og byggir á háþróaðri gervigreind. Jónsbók er heildstæð lausn sem veitir okkur aðgang að öllum helstu gagnagrunnum sem tengjast íslensku lagaumhverfi: lögum, reglugerðum, dómum, úrskurðum; íslenskum og erlendum réttarheimildum sem og öðru lagatengdu efni sem allt er uppfært reglulega.  Öll gögn hjá Jónsbók eru geymd dulkóðuð með öruggum aðgangsstýringum og eru ekki notuð til þróunar á gervigreind. Við hjá Sævari Þór og Partners erum himinlifandi yfir þessu samstarfi sem mun tryggja enn frekari gæðin í okkar vinnu, auka afköst og framlegð um leið og það verður bæði einfaldara og þægilegra að nálgast réttar upplýsingar.
16. september 2025
Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur verið útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2025 á samnefndum lista sem er samstarfsverkefni Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Þetta er í annað skiptið í röð sem stofan hlýtur þessa viðurkenningu sem er veitt fyrirtækjum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í rekstri. Við val á Fyrirmyndarfyrirtækjum eru metin fjölmörg atriði, þar á meðal afkoma, eiginfjárhlutfall, stöðugleiki og aðrar rekstrarlegar forsendur. Fyrirtæki sem eru tilnefnd þurfa að uppfylla ströng skilyrði í greiningu Keldunnar og Viðskiptablaðsins. „Það er okkur mikill heiður að fá þessa viðurkenningu aftur. Hún kallar ekki aðeins fram þakklæti hjá okkur heldur er einnig hvatning um áframhaldandi gott starf. Að vera meðal þeirra fáu sem ná þessum stöðlum meðal lögmannsstofa og fyrirtækja almennt, er okkur mikill innblástur til að gera enn betur,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Viðurkenningin sannar að velgengni þarf ekki eingöngu að mælast í stærð eða fjölda starfsfólks, heldur einnig í traustum rekstri, góðu stjórnunarstigi og starfsvenjum sem lúta hæstu viðmiðum um gæði. Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur með þessari viðurkenningu staðfest stöðu sína sem leiðandi í sínu fagi – og fest sig í sessi meðal fyrirtækja sem uppfylla kröfur um samkeppnishæfa eiginfjárstöðu, stöðuga afkomu og ábyrgð í rekstri.