Er 13 ára unglingur á rafskutlu tryggður?

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem spyr út í trygg­ingu 13 ára ung­lings á raf­skutlu. 


Sæll Sæv­ar

Er það rétt að ef 13 ára ung­ling­ur á óskráðri og ótryggðri raf­skutlu kem­ur á fullri ferð út af göngu­stíg, þver­ar yfir göt­una og lend­ir á hlið bíls sem kem­ur eft­ir göt­unni, þá sé tjónið alltaf öku­manns bíls­ins. Ekki sé hægt að krefjast að heim­il­is­trygg­ing for­eldra barns­ins greiði tjónið því það raf­hjólið er ótryggt og barnið orðið 10 ára.

Kveðja, Jón


Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður rek­ur lög­manns­stof­una Sæv­ar Þór & Partners.


Sæll Jón. 


Í um­ferðarlög­um og stjórn­valds­fyr­ir­mæl­um, sem sett eru sam­kvæmt þeim, er að finna hátt­ern­is­regl­ur fyr­ir alla þá sem ferðast í um­ferðinni. Þar er að finna sér­stak­ar regl­ur fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur, hjól­reiðafólk, öku­menn bif­reiða, bif­hjóla, léttra bif­hjóla, tor­færu­tækja o.fl.


Í c-lið 30. töluliðar 1. mgr. 3. gr. um­ferðarlaga nr. 77/​2019 eru raf­magns­hlaupa­hjól skil­greind sem reiðhjól eða flokk­ur reiðhjóla. Slík­um tækj­um er óheim­ilt að aka á ak­braut. Í um­ferðarlög­um er kveðið á um lög­mælta hátt­semi aðila sem hyggst þvera ak­braut en þá skal hann gæta þess að hjóla eigi hraðar en sem nem­ur venju­leg­um göngu­hraða. Í þeirri at­b­urðarás sem þú lýs­ir má telja senni­legt að um­rædd þver­un hafi verið í and­stöðu við fram­an­greinda hátt­ern­is­reglu.


Eng­in vá­trygg­ing­ar­skylda er á þess­um hjól­um. Tjónþoli get­ur átt rétt á bót­um eft­ir al­menn­um skaðabóta­regl­um eða eft­ir at­vik­um úr ábyrgðartrygg­ingu gagnaðila, svo að dæmi séu nefnd. Í heim­il­is­trygg­ing­um trygg­inga­fé­laga felst al­mennt ábyrgðartrygg­ing en hún vá­trygg­ir heim­il­is­menn fyr­ir þeirri skaðabóta­skyldu sem þeir geta bakað sér sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um sem ein­stak­ling­ar. Telja má lík­legt að sú hátt­semi aðilans á raf­skút­unni sem lýst er í spurn­ingu þinni sé skaðabóta­skyld.


Í þínu dæmi er ekki til­greint ná­kvæm­lega hvers kon­ar trygg­ing er fyr­ir hendi varðandi öku­tækið. Hins veg­ar, ef um­rætt öku­tæki er kaskó­tryggt, væri eðli­leg­ast að til­kynna viðkom­andi trygg­inga­fé­lagi tjónið og lýsa kröfu vegna sjálfs­áhættu í ábyrgðartrygg­ingu (heim­il­is­trygg­ingu) þess aðila sem varð vald­ur að tjón­inu.


Kær kveðja, 

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA

16. september 2025
Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur verið útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2025 á samnefndum lista sem er samstarfsverkefni Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Þetta er í annað skiptið í röð sem stofan hlýtur þessa viðurkenningu sem er veitt fyrirtækjum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í rekstri. Við val á Fyrirmyndarfyrirtækjum eru metin fjölmörg atriði, þar á meðal afkoma, eiginfjárhlutfall, stöðugleiki og aðrar rekstrarlegar forsendur. Fyrirtæki sem eru tilnefnd þurfa að uppfylla ströng skilyrði í greiningu Keldunnar og Viðskiptablaðsins. „Það er okkur mikill heiður að fá þessa viðurkenningu aftur. Hún kallar ekki aðeins fram þakklæti hjá okkur heldur er einnig hvatning um áframhaldandi gott starf. Að vera meðal þeirra fáu sem ná þessum stöðlum meðal lögmannsstofa og fyrirtækja almennt, er okkur mikill innblástur til að gera enn betur,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Viðurkenningin sannar að velgengni þarf ekki eingöngu að mælast í stærð eða fjölda starfsfólks, heldur einnig í traustum rekstri, góðu stjórnunarstigi og starfsvenjum sem lúta hæstu viðmiðum um gæði. Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur með þessari viðurkenningu staðfest stöðu sína sem leiðandi í sínu fagi – og fest sig í sessi meðal fyrirtækja sem uppfylla kröfur um samkeppnishæfa eiginfjárstöðu, stöðuga afkomu og ábyrgð í rekstri.
5. september 2025
Sævar Þór og Partners er í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði að baki greiningu Creditinfo og hefur verið útnefnt Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Við erum gríðarlega stolt af því að hljóta þessa vottun og þökkum það okkar öfluga og samstillta teymi ásamt farsælu samstarfi við viðskiptavini sem hafa sýna okkur ómælt traust. Framúrskarandi fyrirtæki er viðurkenning sem Creditinfo veitir íslenskum fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á traustum stoðum og hafa náð framúrskarandi árangri í rekstrinum.